18.9.2007 | 14:28
Dagurinn í dag
Þá er runninn upp þriðjudagur og um að gera að gera það besta úr honum sem hægt er.Ég hef varið morginum í að lesa námsbækurnar og æfa mig í að pikka á tölvuna. Það ruglar mig dálítið í þessari tölvuvinnu að allar fyrirskipanir í náminu eru á ensku en heimilistölvan er á íslensku. Í gærkvöldi kom svo upp einhver vírustilkynning og húsbóni þessa heimilis fór að hreinsa til og þar með fauk Power pointið en það á að reyna að bjarga þeim málum í kvöld
Það byrjaði kona að vinna á deildinni minni í gær og hún er í minni umsjá fyrstu vaktirnar og nú verð ég að standa mig að kenna henni ekki einhverja vitleysu. Hún er þaulvön að vinna á elliheimili svo hún kann að vinna það er aðallega að læra inná einstaklingana og hvaða sérþarfir hver og einn er með. Svo er þetta ansi stórt hús og bara þó nokkuð að læra að rata um það.
Á morgun er ég á morgunvakt og er svo í fríi á fimmtudaginn , sem verður kærkomið eftir 8 daga vinnulotu. Ég sendi kærar kveðjur til vina og vandamanna og sérstakar kveðjur til Hrannar
. Heyrumst fljótlega
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.