Léttir

Mikið er ég fegin búin að senda frá mér prófið í Word.  Ég er búin að sitja við gjörsamlega í allan dag að fara yfir verkefnin frá síðustu önn gera síðasta próf og var bara orðin ansi góð í því  hefði bara viljað fá það aftur en nú er þetta frá í bili og ekkert hægt að laga það.  Þetta hefur verið mikil lærdómshelgi og óskandi að eitthvað sitji eftir þegar kemur að leikslokum.

Annars hefur allt gengið sinn vanagang sem betur fer. Það var mikið að gera í Dekkjahöllinni í gær veðurspáin var þannig að betra er að vera vel skóaður.  Það getur vel verið að það sé ekki umhverfisvænt að aka um á nagladekkjum, en það er ekki heldur umhverfisvænt að keyra einhvern niður eða liggja sjálfur úti í skurði

Um næstu helgi verður líflegt hér á Akureyri.  þá verður haldið Íslandsmót fatlaðra í boccia  dagana 2.-3. nóvember. Félagarnir í Kiwanisklúbbnum Kaldbak standa við bakið  á félögunum í Eikinni sen er umsjónaraðili mótsins og sem eiginkona stend ég við bakið á mínum manni og ætla að taka þátt í þessu líka.  Það hefur staðið yfir mikil smölun á fólki í dómaraembætti og þeir sem slógu til hafa verið í stífri þjálfun því það er sko betra að kunna reglurnar og dæma rétt.

Ég er hálf eftir mig eftir glímuna við tölvuna og ætla snemma í rúmið.  Ég sendi bestu kveðjur til allra


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Aðalheiður Kristín Rúnarsdóttir

hæ hæ það er greinilega alltaf nog að gera hjá ykkur hjonum, sem er nú bara gott..  annars bara kikka við eins og vanalega og kvitt í leiðinni,

hafið það gott og það biðja allir að heilsa í kotið..

kveðja fra Horsens.

Aðalheiður Kristín Rúnarsdóttir, 28.10.2007 kl. 21:15

2 Smámynd: Móðir, kona, sporðdreki:)

Dugnaðurinn í þér kona. Ég var mjög stolt af sjálfri mér reyndar um helgina kláraði bæði verkefnið í sál og hbf sem var reyndar létt og laggott. Best að fara og lesa aðeins í Lol fyrir svefninn sofna aldrei betur en með það fag í fanginu:) Kv Erna

Móðir, kona, sporðdreki:), 28.10.2007 kl. 22:40

3 Smámynd: Anna Ruth Antonsdóttir

Til lukku með Word - prófið... það er gott að vera búin með það... þetta er eitthvað svo mikil handavinna...jæja ætla að fara lesa LOLið og sálfræðina... gangi ykkur vel um helgina...:) kv Anna Ruth

Anna Ruth Antonsdóttir, 29.10.2007 kl. 09:00

4 Smámynd: Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir

Hæ hæ er bara rétt að líta inn, bið að heilsa stúlkunum mínum þær vonandi hafa vit á því að keyra á vetrardekkjum, annars ættu þær bara að labba það er tilvalin heilsurækt, ókeypis og allt.

Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 29.10.2007 kl. 20:53

5 Smámynd: Margrét Auður Óskarsdóttir

það er aldeilis kraftur í þér,bara búin með Wordið vildi að ég gæti sagt það sama, en aldeilis ekki, eitthvað svo mikið að gera núna í öðru en það vonadi lagast! Gangi þér vel kveðja Auður

Margrét Auður Óskarsdóttir, 29.10.2007 kl. 21:20

6 Smámynd: Hulda J Friðgeirsdóttir

Hæ hæ ég er að kíkja svona inn hjá ykkur. Glæsilegt hjá þér að klára word  prófið........  Eg er enn að rembast við exel verkefnið....  best að halda áfram að læra kær kveðja og gangi ykkur vel að læra. Hulda

Hulda J Friðgeirsdóttir, 2.11.2007 kl. 20:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband