24.1.2008 | 20:56
önnur mætt á svæðið
Jæja þá er loksins komin ný þvottavél í hús. Hún segist vera enn flottari en sú fyrri og taka 8 kg. af þvotti. Hún á svo eftir að sanna sig og sýna að hún standi sig á öllum prógrömmum. Það mætti halda að líf mitt snérist eingöngu um þvott og þvottavélar svo hefur mér orðið tíðrætt um það málefni hér á þessum vettvangi en svo er nú aldeilis ekki maður er sko með mörg járn í eldinum. Til dæmis fór ég í bíó í gærkvöldi og það geri ég nú reyndar ekki oft, en ég var boðin af nýjasta tengdasyninum og því boði var ekki hægt að hafna. Þarna sannaðist enn og aftur hvað það er gott að eiga margar dætur þá eignast maður svo marga tengdasyni. Myndin sem við sáum var sú nýja íslenska Brúðguminn og er hún alveg frábær fyndin og vel leikin. Við Hólmfríður og Guðjón mælum með henni hún er ein af þeim bestu.
Svo er skólinn um það bil að byrja. Það var vesen með aðgangsorðið hjá mér en það er komið í lag og þá er bara að hrista af sér slenið og byrja að prenta út námsefnið. Þetta verður áreiðanlega gaman en sjálfsagt á ég eftir að hugsa annað slagið hvern skollann var ég að hugsa að vera að álpast út í þetta, en þá minnir maður sig á hvernig við Tóta ætlum að halda uppá skólaslitin. Það verður nefnilega meiriháttar. Við ætlum að kaupa okkur dragtir og fara út að borða á Argentínu. Við vitum að í upphafi á maður að huga að endinum og þetta ákváðum við að gera um leið og við innrituðum okkur í námið þið systur sem eruð með okkur eruð velkomnar með og því fleiri því betra.
Ég var búin að strengja þess heit að hætta að kaupa prjónablöð staflinn sem ég á nær mér upp í hné og er ég nokkuð há til hnésins en ég féll í dag og skellti mér á nýja Tinnublaðið. Ég skoða það þá bara og læt mig dreyma um vettlingahrúguna og húfustaflann sem ég ætla einhvern tíman að prjóna. Það er gott að geta látið sig dreyma. Nú er held ég mál til komið að hætta þessu bulli og fara að hengja upp þvott eða eitthvað annað af viti. Kærar kveðjur til ykkar allra
Athugasemdir
Já myndin er alveg frábær.....gangi þér vel í skólanum þetta er strembið að vera í námi en um að gera að njóta þess samt.
Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 24.1.2008 kl. 23:55
Þar er vesen hjá fleirum með "password" ég kemst hvorki lönd né strönd, búin að senda fyrirspurn enn og aftur og ekkert kemur. Ég fer nú að verða fúl ! ! En ætli þetta komi ekki allt, hlakka til að byrja á náminu og spyrja svo að leikslokum. kv,Kolbrún Pé.
Kolbrún Pétursdóttir, 25.1.2008 kl. 00:56
Gott hjá þér að skreppa í bíó.....myndin er hreynt frábær sá hana um síðustu helgi ég fékk heldur ekki aðgangsorð og hringdi þá sendu þær á vittlaust netfang en það er komið í lag núna þá er bara að bretta upp ermarnar og byrja........gangi þér vel....kveðja Auður
Margrét Auður Óskarsdóttir, 25.1.2008 kl. 22:02
Þetta verður svo gaman bara næstsíðasta önnin og þá getum við farið að huga að því hvað við ætlum að læra meira er það ekki:) Verðum alveg sprenglærðir sjúkrafræðingar með meiru
Móðir, kona, sporðdreki:), 28.1.2008 kl. 20:10
Ég skil þig vel með prjónaskapin... ég er prjónasjúklingur.... það er það skemmtilegasta sem ég geri.....en núna er það bara að lesa...og lesa í bókunum sem ég finn hvergi.... en þetta hlýtur að koma kv Anna Ruth
Anna Ruth Antonsdóttir, 28.1.2008 kl. 21:42
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.