Þá er að reyna sig við verkefnin

Þá kemur í ljós hvort ég hef skilið fyrirmælin rétt  Það einn smá galli á þessu með pirringinn það er svo fátt sem pirrar mig.  Reyndar dettur mér ýmislegt í hug einmitt þessa stundina þegar ég er að glíma við tölvuna t.d.

Það sem pirrar mig mest er þegar ég kemst ekki strax þangað sem ég ætla í tölvunni.

Það sem pirrar mig mest þegar ég sé orðin innskráning misheppnaðist

Það sem pirrar mig mest er þegar ég skil ekki til hvers er ætlast af mér

það sem pirrar mig mest er þegar ég er búin að pikka inn heillangan texta í hjúkrunarfræði og allt dettur út og týnist

það sem pirrar mig mest er þegar ég er alveg að fara á taugum yfir verkefnum sem mér finnst ég ekki geta leyst af hendi skammlaust

Það væri nú sniðugt ef til væru gáfumannapillur sem maður gæti tekið til að flýta fyrir árangri í náminu

Það væri nú sniðugt ef til væri tímastjórnunartæki svo maður gæti ráðið því hversu hratt tíminn líður

Það væri nú sniðugt ef maður hefði alltaf nægan tíma

Það væri nú sniðugt ef væri boðið uppá dansnám í fjarnámi

Af hverju er ekki boðið uppá dansnám í fjarnámi

Af hverju dettur manni ekki endalaust eitthvað sniðugt í hug til að segja

Jæja stelpur þetta er nú meiri vitleysan er ekki kominn tími til að hætta þessu bulli.  Ég er að hugsa um að fara að líta á Power Point verkefnið sem við áttum að leysa.

P.S það er svolítið gaman að sjá myndir af ykkur það að vera í þessum tölvusamskiptum gerir það að verkum að maður fer ósjálfrátt að ímynda sér hvernig þið lítið út.  Þetta er kannske eitthvað svipað og þegar maður les bók og sér svo myndina í bíó og verður alveg steinhissa er búinn að sjá persónurnar allt öðruvísi fyrir sér.

Nú er nóg komið að sinni ég sendi ykkur öllum bestu kveðjur 

 

 

 


Dagurinn í dag

Þá er runninn upp þriðjudagur og um að gera að gera það besta úr honum sem hægt er.Ég hef varið morginum í að lesa námsbækurnar og æfa mig í að pikka á tölvuna. Það ruglar mig dálítið í þessari tölvuvinnu að allar fyrirskipanir í náminu eru á ensku en heimilistölvan er á íslensku.  Í gærkvöldi kom svo upp einhver vírustilkynning og húsbóni þessa heimilis fór að hreinsa til og þar með fauk Power pointið en það á að reyna að bjarga þeim málum í kvöld

Það byrjaði kona að vinna á deildinni minni í gær og hún er í minni umsjá fyrstu vaktirnar og nú verð ég að standa mig að kenna henni ekki einhverja vitleysu. Hún er þaulvön að vinna á elliheimili svo hún kann að vinna það er aðallega að læra inná einstaklingana og hvaða sérþarfir hver og einn er með.  Svo er þetta ansi stórt hús og bara þó nokkuð að læra að rata um það.

Á morgun er ég á morgunvakt og er svo   í fríi á fimmtudaginn , sem verður kærkomið eftir 8 daga vinnulotu.  Ég sendi kærar kveðjur til vina og vandamanna og sérstakar kveðjur til Hrannar

.  Heyrumst fljótlega

 


Þá er ballið byrjað

Svolítið er þetta nú einkennilegt ég farin að blogga þessu hefði ég ekki trúað í fyrradag en svona er lífið fullt af óvæntum uppákomum. \%a Ég er harðfullorðin kona sem ákvað að drífa mig í framhaldsnám sjúkraliða eftir að hafa unnið við mitt fag í mörg ár. \%a Þetta er þó nokkur bjartsýniþar sem þetta er fjarnám og ég er langt frá því að kunna á tölvu, en ég verð þó að segja það það var mesta furða hvað þetta gekk miðað við aldur og fyrri störf og seint verð ég góð á þetta tæki en það er gott að geta bjargað sér þó það gangi ósköp hægt fyrir sig.Mottóið þessa stundina er"svo lengi lærir sem lifir" Nú er næst fyrirliggjandi að fara í vinnuna og óska ég öllum lesendum góðra stunda

« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband