vandamálalausnir

Ég var að uppgötva að okkur er ætlað að finna lausnir á þeim vandamálum sem við kvörtuðum yfir í fyrstu bloggfærslunni.  Þar sem mér sýnist öll mín vandræði þessa dagann séu tölvutengd held ég að ráðið sé að æfa sig og æfa og æfa sig svo svolítið meira.


Eitthvað var ég að óska eftir gáfumannapillum til að flýta fyrir mér í náminu en ég ætti að vita betur en að halda að pilluát sé vandamálalausn og halda bara áfram að æfa mig

                                                                       

 

Ég man nú ekki betur en það hafi verið kenndur dans í útvarpinu í gamla daga    Heiðar Ástvaldsson kenndi til dæmis tja tja tja  Því álít ég að þetta hljóti að vera auðvelt með nútímatækni og er ákveðin í að bóka mig og minn mann á það námskeið
                                                               

 

ég vona að þið lesendur góðir séu einhvers vísari og sendi góðar æfingakveðjur


léttir

Mikið er ég nú fegin að vera búin að senda frá mér sálfræðiverkefnið.  Mér fannst nú bara snúið að átta mig á hvað ég átti að gera en nú er það búið og engu verður breytt hvort sem ég hef eitthvað skriplað á skötunni eða ekki.

Ég eldaði þetta fína lasagne í kvöldmatinn fyrir fjölskylduna sem nú hefur stækkað um einn því nýjasti tengdasonurinn var að flytja inn í gær.  þau ætla að búa hjá okkur í mánuð en þá losnar íbúð sem hann er búinn að festa kaup á og hefur verið í leigu.  Það verður gaman fyrir þau að vera út af fyrir sig og treysta sambandið í sambúð

Hólmfríður er að gera sig klára á Laufskálaréttarballið en hún og Sunna vinkona hennar ætla að skella sér í sveitina og fá sér snúning

Jóhanna litlabarn er hálf vængbrotin þessa helgina því Ásta besta vinkona skrapp í höfuðborgina og hún hýrist bara með foreldrunum þó að hún hafi svo sem farið í afmæli í gærkvöldi og verið að passa frænku sína í morgun.

Ég er búin að takmarka gleraugnaumgerðavalið niður í tvær en þá er þetta líka orðið verulega erfitt. Þegar maður er kominn á þennan aldur er viðhaldið orðið svo mikið  og flókið hjá manni Það er ný búið að taka tennurnar í gegn nú eru það gleraugun og ætli það verði ekki heyrnartæki næst en þá  hlýtur nú aðkoma smá hvíld áður en maður tekur til við strekkingarnar og fitusogið

Nú er ég á því að tími sé kominn til að taka á sig náðir í það minnsta að hætta öllu amstri

Sendi mínar bestu kveðjur til allra lesenda 

   


Þá er komið kvöld

Þá er þessi dagur að kveldi kominn og vinnuvikan á enda.  Það er ágætt að hugsa til þess að þurfa ekki að mæta á vinnustaðinn fyrr  en á kvöldvakt á mánudag þó að maður eigi auðvitað að vera fegin að hafa vinnu og ekki síður að vera fær um að vinna það eru nefnilega ekki allir svo heppnir. Þetta var fínasta vika og alltaf nóg um að vera bæði heima og í vinnunni. Námið tekur svolítið í taugina og það er ekki allt auðskilið sem ég er að lesa en þetta er skemmtilegt og endalaust eitthvað nýtt sem ég er að lesa og gera. Allt þetta nám útheimtir að sjálfsögðu ny gleraugu og nú eru glerin sem ég pantaði komin frá útlöndum og ég fór til Kalla gleraugnasala í dag til að skoða úrvalið.  Það var auðvitað alltof mikið og Kalli sá sér þann kost vænstan , til að losna við mig út úr búðinni fyrir kvöldmat að senda mig heim með 12 umgerðir í 2 kössum til að spegla mig með yfir helgina. Ég hélt að ég þyrfti að gera grein fyrir vali mínu í fyrramáli en honum leist ekkert á að ég yrði búin að ákveða mig þá og sagði "komdu bara á mánudaginn". þetta er nú allt saman ágætt og ég verð komin með nýtt útlit á þriðjudaginn og þar að auki farin að sjá handa minna skil.  Það er auðvitað nauðsynlegt að sjá  svo maður uppskeri árangur efiðis síns.

Nú held ég að sé mál að linni þessu bulli og ég sendi bestu kveðjur til ættingja og vina fjær og nær


Veður og fleira

Þetta er nú meira rokið  síðasta sólarhringinn.  Maður mætir bara heilu eða hálfu trjánum á götunni(nei hvaða ýkjur eru þetta ) minnsta kosti heilu eða hálfu trjágreinunum. Ég læt yfirleitt veður ekki fara í taugarnar á mér en rok hundleiðist mér.  Skýjafarið hefur aftur á móti verið flott og í ljósaskiptunum hefur verið gaman að líta til lofts.

Ég var að koma frá því að keyra eiginmanninn á Kiwanisfund en það er öruggur vetrarboði þegar það hefst .  Hann hefur verið félagi í klúbbnum í ein 15 ár og líkar alltaf jafn vel.  Það er þó nokkuð félagslíf í þessum félagsskap fyrir utan fundina hjá körlunum ferðalög, spilavist og alls kyns gleðskapur.  Núna stendur til dæmis fyrir dyrum að fara til Húsavíkur á sunnudaginn og hitta aðra Kiwaniskarla og kerlingar og borða saman.

Nú er ég að velta fyrir mér að fara að gefa fjölskyldunni einhvern kvöldmat ekki veit ég hvað ég á að hafa það en það er á hreinu að ekki lifir maður á bloggi einu saman.

Heyrumst síðar 


Ekki hún heldur ég

Það kom á daginn að tölvan reyndist í góðu lagi en einhver tengi í mér voru lítillega ryðguð (takið eftir bara lítillega  ).  Þau komust í nothæft ástand og ég gat komið verkefnunum frá mér.  Þá er bara að snúa sér að næsta máli á dagskrá sem er vefsíðugerð eða Exel ég er ekki viss um hvort er á undan en ég er búin að prenta hvoru tveggja út og heyri svo væntanlega frá Svanhildi um fyrirkomulagið á þessu.

Af heimilishaldinu er allt gott að frétta allt þokkalega hreint enn þá og allir komnir út að sinna sínum daglegu verkefnum vinnu eða skóla. Því held ég að ráðlegt væri fyrir mig að nota rólegheitin og  líta í bók og þá frekar skólabók en sögubók

Ég sendi bestu kveðjur til allra vina og vandamanna


Hvor er biluð ?

Halló halló nú hlýtur eitthvað að vera í gangi.  Ég er búin að sitja við og reyna að koma einhverri hreyfingu á Power pointið mitt en ekkert gengur. Önnur hvor okkar er biluð tölvan eða ég og ég vona bara að það sé hún. Nú er ég búin að setja dóttur mína og skólasystur í málið og vonandi fæst einhver skýring því nú ætlar eggið að fara að kenna hænunni. Meðan Tóta brýtur heilann yfir þessu bulla ég bara hér og ef þetta dregst eitthvað hjá henni dríf ég mig bara í spinning  ef til vill þarf að koma hreyfingu á hringrásina í mér. Ég er búin að standa mig ágætlega Í tiltektinni í dag öll rúm tandurhrein og viðruð það er tilhlökkunarefni að skríða uppí í kvöld. Svo get ég glaðst yfir því að vera búin að fá tyggjóleyfi hjá tannlækninum mínum og get farið að jórtra af hjartans lyst. Það er gott að hafa ánægjuefni til skiptanna þegar eitthvað vefst fyrir manni í tæknimálunum.

Þar sem ekkert hefur heyrst frá ráðunauti mínum í  Keflavík þá  fer ég í kæruleysisgírinn og er farin í spinning   Með góðum tölvukveðjum heyrumst

 

 


Andlaus

Svei mér þá ég held ég sé bara alveg andlaus núna eins og ég er yfirleitt andrík.Ef til vill er ég bara orðin lúin en kannske er þetta bara leti. Þegar maður er svona óvanur að nota tölvu og dettur svona inn í bloggheiminn þá fæ ég svolítið samviskubit og finnst ég vera að fara illa með tímann,  (sem er auðvitað alger vitleysa þar sem þetta er hluti af náminu) en mér finnst eiginlega að ég ætti frekar að vera að prjóna eða halda áfram með kjólinn sem ég er að hekla á eitt barnabarnið.  En haldið þið ekki að ég komist yfir það .  Ef til vill verð ég alger tölvufíkill og kem til að vera límd hér við þennan stól pikkandi einhverja vitleysu ein og núna. En við sjáum nú til með það.   Á morgun á ég frí í vinnunni og ætla að byrja daginn snemma með rúmaskiptingum og almennri tiltekt.  Svo á ég tíma hjá tannlækninum mínum en við höfum verið ansi náin síðastliðið ár,en nú fer sambandi okkar að ljúka að sinni og sennilega verður þetta síðasti tíminn  í þessari lotu.  Þó að hann sé alveg ágætur get ég ekki annað sagt en að ég er guðslifandi fegin að þessu er að verða lokið.

Nú gæti ég trúað að nóg sé komið af þessu bulli það nennir enginn að lesa þetta en svona til öryggis þá sendi ég öllum lesendum kærar kveðjur


Dagurinn eftir

Jæja þá er þetta ballið búið og var bara ljómandi gott.  Það var eins og ég svo sem vissi að ýmsir höfðu breytst ansi mikið.  Samt áttaði ég mig stundum þegar ég var búin að horfa vel og lengi að gamla andlitið kom í ljós.  Svo voru auðvitað  sumir bara alveg eins og þeir hafa bara alltaf verið.Ég hitti konu sem heitir Þóra og hafði verið ágætis vinkona mín þegar við vorum ungar en ég hafði ekki séð hana í ein 45 ár.  Hún sagði mér þær fréttir að dætur okkar væru vinkonur þær hefðu verið skólasystur í Damörku og náð svo vel saman svona er þetta lítill heimur.

Ég er búin að biðja nokkrar konur að vera bloggvinir mínir og hafa þær bara tekið því vel.  Nú þarf ég að ráðast á þær skólasystur sem ég á eftir að reyna við og heyra í þeim hljóðið.

Við hjónin höfum legið yfir náminu í allan dag .  Maðurinn minn er húsasmiður og er í meistaranámi. Ég er ósköp fegin að vera ekki í því þegar ég sé hvað hann á að leysa í stærð fræðinni þá er nú betra að vera í framhaldsnámi sjúkraliða þó að tölvuverkefnin geti tekið í taugina.

Ég er að hugsa um að fara snemma í bólið í kvöld því það er vinnudagur framundan og ekki var farið tímanlega undir sængina í nótt  ég sendi bestu kveðjur til allra


Árgangsgleði

Þessa helgina ætlar árgangurinn minn að hittast og rifja upp gömlu góðu dagana.  Þau duglegustu byrjuðu reyndar í gær og hittust á Vélsmiðjunni en ég var á kvöldvakt og nennti ekki að hafa mig af stað eftir það. Í dag á svo að koma saman á Iðnaðarsafnini en ég er boðin í afmæli til Öldu mágkonu minnar á sama tíma og er þar að auki nýbúin að skoða safnið, svo ég dreg það til kvöldsins að hitta fólkið.  Þá ætlum við í Sjallann ,borða og hlusta á tónlist sem vinsælust var þegar við vorum og hétum.  Það verður sem sagt gamla góða Sjallastemmningin.  Meira að segja erum við svo heppin að Erla Stefáns ætlar að syngja fyrir okkur.  Þetta verður áreiðanlega bráðskemmtilegt og gaman verður að sjá fólkið , sem suma hverja ég hef ekki hitt í mörg ár.  Það eina sem skyggir á þessa væntanlegu gleði er að Svava vinkona kemur ekki en ég ætla nú samt að reyna við hana einu sinni enn það ganga nú flugvélar á milli Akureyrar og Reykjavíkur oft á dag.

Sendi svo öllum gleðikveðjur


Basl með Power Point

Ég er búin að sitja lon og don yfir tölvunni í morgun. Það er lygilegt hvað hefur gufað upp af því sem ég var að gera í vetur.  Ég sem hélt að þetta kæmi bara þegar ég færi að rifja þetta upp en ég sé að ég verð að leita á náðir vinkonu minnar sem er búin að læra þetta allt saman .  Hún skilur mig svo vel því hún hafði sama sjálfstraust og ég núna en hafði sig í gegnum þetta með frábærum árangri. Það er ómetanlegt að eiga góða að.

Nú er ég að fara að jarðarför.  Ein gömul vinkona mín sem bjó á Híð þar sem ég er að vinna kvaddi þetta líf í síðustu viku og nú er komið að kveðjustund.  Við kynntumst svo vel þegar ég var á næturvöktum þá spjölluðum við svo margt saman. Sumt af fólkinu sem maður kynnist á elliheimilinu verður með tímanum næstum eins og ættingjar sambandið verður það náið.

Seinnipartinn tekur síðan við að sinna húsverkunum fara í ræktina elda kvöldmatinn og því næst býst ég við að halla mér aftur að tölvunni

Bestu kveðjur til allra


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband