Andlaus

Svei mér þá ég held ég sé bara alveg andlaus núna eins og ég er yfirleitt andrík.Ef til vill er ég bara orðin lúin en kannske er þetta bara leti. Þegar maður er svona óvanur að nota tölvu og dettur svona inn í bloggheiminn þá fæ ég svolítið samviskubit og finnst ég vera að fara illa með tímann,  (sem er auðvitað alger vitleysa þar sem þetta er hluti af náminu) en mér finnst eiginlega að ég ætti frekar að vera að prjóna eða halda áfram með kjólinn sem ég er að hekla á eitt barnabarnið.  En haldið þið ekki að ég komist yfir það .  Ef til vill verð ég alger tölvufíkill og kem til að vera límd hér við þennan stól pikkandi einhverja vitleysu ein og núna. En við sjáum nú til með það.   Á morgun á ég frí í vinnunni og ætla að byrja daginn snemma með rúmaskiptingum og almennri tiltekt.  Svo á ég tíma hjá tannlækninum mínum en við höfum verið ansi náin síðastliðið ár,en nú fer sambandi okkar að ljúka að sinni og sennilega verður þetta síðasti tíminn  í þessari lotu.  Þó að hann sé alveg ágætur get ég ekki annað sagt en að ég er guðslifandi fegin að þessu er að verða lokið.

Nú gæti ég trúað að nóg sé komið af þessu bulli það nennir enginn að lesa þetta en svona til öryggis þá sendi ég öllum lesendum kærar kveðjur


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Móðir, kona, sporðdreki:)

Þú ert prýðis bloggari kona::) Gaman að þessu og það er reyndar ótrúlegt hvað maður getur orðið háður því að blogga mér finnst það alltaf jafn gaman hvort sem ég hef ekkert að segja eða eitthvað að segja, bulla bara:::) Gangi þér vel í tiltekt og hjá tannsa

Kv Erna H 

Móðir, kona, sporðdreki:), 24.9.2007 kl. 22:05

2 Smámynd: Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir

Hæ skvís, vildi bara kasta á þig kveðju, bið kærlega að heilsa stúlkunum okkar eða Hobbubarninu og sunnubarninu eins og þær voru kallaðar í sumar. Ég sakna þeirra ægilega, því ég sá þær sama og ekkert í sumar, viku áður en ég fór út og svo ekkert fyrr en seinnipart í des, þetta er ekki alltaf auðvelt eins og þú skilur sjálf, en svona er nú lífið bara.

Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 25.9.2007 kl. 07:20

3 Smámynd: Margrét Auður Óskarsdóttir

Sæl og blessuð, þetta er aldeilis fín síða hjá þér, gott að það eru fleiri eins og ég, ekki mjög öruggir með sig í þessum blogg heimi, það er samt ekki hægt að sjá að þú sér einhver viðvaningur gangi þér vel kveðja Auður 

Margrét Auður Óskarsdóttir, 25.9.2007 kl. 10:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband