19.9.2007 | 20:21
Þá er að reyna sig við verkefnin
Þá kemur í ljós hvort ég hef skilið fyrirmælin rétt Það einn smá galli á þessu með pirringinn það er svo fátt sem pirrar mig. Reyndar dettur mér ýmislegt í hug einmitt þessa stundina þegar ég er að glíma við tölvuna t.d.
Það sem pirrar mig mest er þegar ég kemst ekki strax þangað sem ég ætla í tölvunni.
Það sem pirrar mig mest þegar ég sé orðin innskráning misheppnaðist
Það sem pirrar mig mest er þegar ég skil ekki til hvers er ætlast af mér
það sem pirrar mig mest er þegar ég er búin að pikka inn heillangan texta í hjúkrunarfræði og allt dettur út og týnist
það sem pirrar mig mest er þegar ég er alveg að fara á taugum yfir verkefnum sem mér finnst ég ekki geta leyst af hendi skammlaust
Það væri nú sniðugt ef til væru gáfumannapillur sem maður gæti tekið til að flýta fyrir árangri í náminu
Það væri nú sniðugt ef til væri tímastjórnunartæki svo maður gæti ráðið því hversu hratt tíminn líður
Það væri nú sniðugt ef maður hefði alltaf nægan tíma
Það væri nú sniðugt ef væri boðið uppá dansnám í fjarnámi
Af hverju er ekki boðið uppá dansnám í fjarnámi
Af hverju dettur manni ekki endalaust eitthvað sniðugt í hug til að segja
Jæja stelpur þetta er nú meiri vitleysan er ekki kominn tími til að hætta þessu bulli. Ég er að hugsa um að fara að líta á Power Point verkefnið sem við áttum að leysa.
P.S það er svolítið gaman að sjá myndir af ykkur það að vera í þessum tölvusamskiptum gerir það að verkum að maður fer ósjálfrátt að ímynda sér hvernig þið lítið út. Þetta er kannske eitthvað svipað og þegar maður les bók og sér svo myndina í bíó og verður alveg steinhissa er búinn að sjá persónurnar allt öðruvísi fyrir sér.
Nú er nóg komið að sinni ég sendi ykkur öllum bestu kveðjur
Athugasemdir
góð skrif og ég er bara nokkuð sammála þér, annars er ekkert sem pirrar mig svosem hehehe
blessuð haltu áfram því að það er gaman að lesa þetta og svo verð ég að gerast bloggvinur hjá þér og Tótu
kk Úlla
ulla dúlla (IP-tala skráð) 23.9.2007 kl. 19:13
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.