Veður og fleira

Þetta er nú meira rokið  síðasta sólarhringinn.  Maður mætir bara heilu eða hálfu trjánum á götunni(nei hvaða ýkjur eru þetta ) minnsta kosti heilu eða hálfu trjágreinunum. Ég læt yfirleitt veður ekki fara í taugarnar á mér en rok hundleiðist mér.  Skýjafarið hefur aftur á móti verið flott og í ljósaskiptunum hefur verið gaman að líta til lofts.

Ég var að koma frá því að keyra eiginmanninn á Kiwanisfund en það er öruggur vetrarboði þegar það hefst .  Hann hefur verið félagi í klúbbnum í ein 15 ár og líkar alltaf jafn vel.  Það er þó nokkuð félagslíf í þessum félagsskap fyrir utan fundina hjá körlunum ferðalög, spilavist og alls kyns gleðskapur.  Núna stendur til dæmis fyrir dyrum að fara til Húsavíkur á sunnudaginn og hitta aðra Kiwaniskarla og kerlingar og borða saman.

Nú er ég að velta fyrir mér að fara að gefa fjölskyldunni einhvern kvöldmat ekki veit ég hvað ég á að hafa það en það er á hreinu að ekki lifir maður á bloggi einu saman.

Heyrumst síðar 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hæ hæ Tengdó og mamma og amma, flott síðan þín erum dugleg að lesa, þú ert bara nokkur góður penni gamla okkar, höldum áfram að fylgjast með endilega kíkkaðu á síðuna hja krökkunum því að þú ert orðin svo dugleg á tölvunni og kvittaðu í leiðinni, en heyrumst flótlega biðjum að heilsa öllum þarna í fjölskyldunni kossa og knús fra okkur hérn í Horsens.. Tengdó Sonur og barnabörn..

adda tengdó og snorri sonur og börn.. (IP-tala skráð) 28.9.2007 kl. 16:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband