léttir

Mikið er ég nú fegin að vera búin að senda frá mér sálfræðiverkefnið.  Mér fannst nú bara snúið að átta mig á hvað ég átti að gera en nú er það búið og engu verður breytt hvort sem ég hef eitthvað skriplað á skötunni eða ekki.

Ég eldaði þetta fína lasagne í kvöldmatinn fyrir fjölskylduna sem nú hefur stækkað um einn því nýjasti tengdasonurinn var að flytja inn í gær.  þau ætla að búa hjá okkur í mánuð en þá losnar íbúð sem hann er búinn að festa kaup á og hefur verið í leigu.  Það verður gaman fyrir þau að vera út af fyrir sig og treysta sambandið í sambúð

Hólmfríður er að gera sig klára á Laufskálaréttarballið en hún og Sunna vinkona hennar ætla að skella sér í sveitina og fá sér snúning

Jóhanna litlabarn er hálf vængbrotin þessa helgina því Ásta besta vinkona skrapp í höfuðborgina og hún hýrist bara með foreldrunum þó að hún hafi svo sem farið í afmæli í gærkvöldi og verið að passa frænku sína í morgun.

Ég er búin að takmarka gleraugnaumgerðavalið niður í tvær en þá er þetta líka orðið verulega erfitt. Þegar maður er kominn á þennan aldur er viðhaldið orðið svo mikið  og flókið hjá manni Það er ný búið að taka tennurnar í gegn nú eru það gleraugun og ætli það verði ekki heyrnartæki næst en þá  hlýtur nú aðkoma smá hvíld áður en maður tekur til við strekkingarnar og fitusogið

Nú er ég á því að tími sé kominn til að taka á sig náðir í það minnsta að hætta öllu amstri

Sendi mínar bestu kveðjur til allra lesenda 

   


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband