Klipping

Þá er búið að fela gráu hárin ein ferðina enn.  Þetta er orðið á fimm vikna fresti sem þarf að standa í þessu veseni ef maður ætlar á annað borð að halda áfram að villa á sér heimildir.  Ég er búin að bóka mig fram að jólum  í tvígang á Medullu og er því nokkuð örugg með að vera áfram í þessu svindli út þetta ár.  Svo kemur í ljós hvort hégómleikinn minnkar eitthvað á næsta ári ég á svo sem ekkert von á því.  Þá þarf líka að muna að fara í litun og plokkun það er nú samt svo að það lendir oft á hakanum hjá mér  ef til vill vegna þess að sjónin er farin að gefa sig og nánustu ættingjar  nenna ekki að ýta við mér.

Ég næstum hrökk við á hárgreiðslustofunni áðan þegar ég var að bóka jólatímann hjá þeim og áttaði mig á hvað tíminn líður hratt.  Það verða komin jól áður en maður veit af og það þýðir það líka að þá verður þessi önn búin stelpur hvernig líst ykkur á.

Ég held ég ætti að fara að spreyta mig við vefsíðugerð og það bara núna strax.

kærar kveðjur til ykkar allra


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

blessuð, það er alltaf jafn gaman að lesa bloggið þitt og endilega haltu áfram sem lengst. 

Þú ferð nú ekkert að hætta svindlinu því að þú ert svo mikil pjattrófa hehe.

Það er búið að hringja frá praktik staðnum mínum og það er hvorki meira né minna en búið að gera bókunarbók fyrir mig og bóka á mig sjúklinga og mig hlakkar ekkert smá til að fá að spreyta mig.

Fúsi og Helga eru að spá í að koma þegar haustfríð byrjar og gista hjá okkur, svo reikna ég með að Snorri og kó komi og íslenska lambið verði eldað

bið að heilsa og by the way þá mættiru láta eitthvað af lottóvnningnum renna til okkar ég meina þú getur aldrei eytt rúmlega 105 millum er það nokkuð?

kveðja

dully (IP-tala skráð) 4.10.2007 kl. 18:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband