Þá er það búið

Halló halló búin með prófið og gekk þokkalega.  Ég klikkaði svo sem á ýmsum grundvallar spurningum eins og um blóðflokkana en það var bara eins og við mátti búast. Ég hafði reynt mig á netinu við að gefa sjúklingum blóð sem höfðu lent í umferðarslysum og þurfti að sjálfsögðu að finna út hvaða blóðflokk ég mætti gefa þeim.  Það fór nú ekki betur en svo að ég drap þá alla og fékk þá umsögn að "þú færð aldrei vinnu hér".  Það hefði átt að segja mér eitthvað t.d. að gott væri fyrir mig að grufla betur í þessu, en það komst ekki í verk og saup ég seyðið af því í gærkvöldi og svo að sjálfsögðu sjúklingarnir sem ég gekk endanlega frá.  En það er aldrei of seint að bæta sig og þá er bara að fara að vinna í því.  Næst á dagskrá er verkefni í sálfræði sem ég er búin að gera uppkast að en vegna þess hve ég er lítill tölvusnilli þá finnst mér þægilegra að nota blað og blýant  við undirbúningsvinnuna og hún er klár hjá mér

Um helgina er nóg framundan.  Ég er að vinna og svo erum við búin að bjóða gestum í mat á sunnudagskvöldið.  Hér á landi er stödd dóttir vinafólks okkar, en hún er að sjálfsögðu líka vinkona okkar.  Hún býr í Noregi og er hér að sýna kærastanum land og ættingja.

Nú má ég bara ekki vera að þessu blaðri lengur líkamsræktin kallar en hana er nauðsynlegt að stunda af samviskusemi ef ég á að geta tekist á við þessi flóknu verkefni daglegs lífs.

Bestu kveður til allra,

.  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir

Bíddu, bíddu, er ekki fósturdóttir mín, hún Hólmfríður eldklár á tölvuna? Getur hún ekki leiðbeint þér þessi elska. Annars sýnist mér þú plumma þig fínt.

Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 6.10.2007 kl. 01:00

2 Smámynd: Þorsteinn Gunnarsson

Sæll Gagga.

Gaman að rekast á ykkur mæðgurnar á blogginu! Og djöfuls harka er þetta í þér að nenna að standa í þessu námi komin hátt á fertugsaldur...

Og hvað með það þótt einn og einn hrökkvi uppaf... Sé þig alveg í anda...standandi yfir líkinu.. tautandi... "jæja...gengur betur næst"...

Bestu kveðjur í Heiðardalinn, Steini

Þorsteinn Gunnarsson, 6.10.2007 kl. 02:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband