Ný sjón

Þá eru nýju gleraugun komin á andlitið og nú skulum við vona að ég verði aðeins víðsýnni en ég hef verið hingað til.  Þetta þarf allt að venjast, að horfa á réttan stað í gegnum glerið því það er svo margbrotið, og svo er þetta auðvitað allt annað útlit.  Mér hefur nú ekki gengið vel að sætta mig við að þurfa að ganga með gleraugu ekki vegna þess að það tilheyri hækkandi aldri þannig séð heldur það að það er erfitt að missa eitthvað sem maður hefur átt og haft og þótti sjálfsagt en svo getur maður bara því sem næst allt í einu ekki lesið án hjálpartækja.  En svona er lífið og þá er bara að taka því.

Ég var með einhverjar yfirlýsingar hér á þessum vettvangi í gær um fyrirhugaða vinnu við vefsíðu.  Það er skemmst frá því að segja að það fór allt í vaskinn og næsta mál í stöðunni er að þurka allt út og byrja uppá nýtt. Ég er hreint ekki að gefast upp það er ekki það en þetta tekur svo sannarlega allt sinn tíma og taugarnar strekkjast ansi mikið.  Það kemur sér vel að þær þola þó nokkra teygju greyin.  Það kemur sér líka vel að eiga góða að og Tóta mín blessunin ætlar að hjálpa þeirri gömlu í gegnum þetta um helgina , en þá erum við báðar í fríi frá launuðu vinnunni.

Nú er stund launuðu vinnunnar að renna upp hjá mér og ég þarf að fara að drífa mig, með nýju gleraugun, ef ég ætla ekki að koma of seint og þar sem ég vil það alls ekki bið ég að heilsa ykkur öllum


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristjana  Jónsdóttir

þetta er rosalegt að missa allt út vonandi gengur þér vel að laga þetta,

Kveðja Kristjana

Kristjana Jónsdóttir, 11.10.2007 kl. 21:52

2 Smámynd: Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir

Gleraugu já? Er sjálf farin að píra augun á stundum þegar ég þarf að lesa smátt letur og finnst það svakalega pirrandi. Svo kostar þetta augun úr fyrir fólk að fá sér gleraugu.

Gangi þér annars vel í náminu, þetta hefst allt með þrautseigju og þolinmæði

Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 13.10.2007 kl. 10:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband