Morgunhugleiðing

Þá er runninn upp miðvikudagsmorgun og gott að byrja hann snemma.  Kaffihúsakvöldið var fínt hjá okkur Önnu og eins og alltaf lofum við því að ekki líði svona langt á milli þess að við hittumst næst en svo á eftir að koma í ljós með efndirnar. Hún er svo flott hún Anna dreif sig á fullorðinsaldri í háskóla og lærði að vera leikskólakennari og um daginn var hún með málstofu á þingi sem haldið var í Háskólanum á Akureyri.  Hún er mjög dugleg kona.

Ég sá að Krummasnilli var eitthvað að klikka á tökkunum.  Ég varð pínu fegin , ekki það að ég hlakki yfir óförum annarra alls ekki , heldur að ég sé ekki sú eina sem skripla á þessum tökkum  Ég hef ekki tölu á þessum líka afbragðsfínu pistlum sem hafa horfið út í buskann fyrir handvömm.  Því varð mér ekki um sel þegar ég sá próftöfluna í gær og ég þarf að fara í VMA og taka prófið þar á tölvu sem ég þekki ekki neitt  ég veit að það verður ekki glæsilegur árangur, en hugsum um það seinna. Í  dag ætla ég að halda áfram að spreyta mig á að setja upp vefsíðu Tóta er búin með sína og gekk held ég bara vel og það gengur ekki að vera með neitt væl bara drífa sig.

Svo er líka fyrirliggjandi að fara í bæinn að kaupa afmælisgjöf handa nöfnu minni í Kaupmannahöfn.  Hún verður þriggja ára þann nítjánda okt. blessunin.  Það verður nú ekki flókið því ég kem mér bara niður á eitthvað ákveðið í byrjun árs og svo fá öll barnabörnin það sama.  Lengi voru það peysurnar frá 66° Norður en nú eru farnir að fást svo góðir stakkar hjá þeim að nú er stefnan tekin á þá og allir þokkalega ánægðir að minnsta kosti foreldrarnir.

Nú er kominn tími á að spreyta sig við vefsíðuna svo eitthvað bætist við hana áður en ég fer á kvöldvaktina.  Ég sendi kærar kveðjur til allra


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Aðalheiður Kristín Rúnarsdóttir

Hæ hæ bara kíkka á þig eins og vanalega og kvitta i leiðinni..

það byðja allir að heilsa í ásvegin.. kveðja fra Horsens..

Adda, snorri og börnin..

Aðalheiður Kristín Rúnarsdóttir, 10.10.2007 kl. 10:07

2 Smámynd: Ragnheiður Sigfúsdóttir

hæ hæ og velkomin sem bloggvinur ástarkveðjur til allra

Ragnheiður Sigfúsdóttir, 10.10.2007 kl. 14:16

3 Smámynd: Margrét Auður Óskarsdóttir

Dugleg ert þú að vera farin að glíma við vefsíðugerð, ég er ennþá hálf áttavillt í þessu formi, er samt aðeins farin að skoða þetta kveðja Auður

Margrét Auður Óskarsdóttir, 10.10.2007 kl. 17:06

4 Smámynd: Þórunn Óttarsdóttir

hello breakfast.........eins gott að ég las þetta segi þér það seinna hvernig ertu annars um helgina frí eða vinna

     auf Wiedersehen von Keflavík

Þórunn Óttarsdóttir, 10.10.2007 kl. 23:57

5 Smámynd: Anna Ruth Antonsdóttir

Já þetta með vefsíðuna ..... þarf einmitt að fara í hana.... er aðeins byrjuð... gangi þér vel í vefsíðugerðinni og öllu hinu....kv Anna Ruth

Anna Ruth Antonsdóttir, 11.10.2007 kl. 13:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband