15.10.2007 | 09:48
Þá er komin ný vika
Sú síðasta leið með ógnarhraða. Í öllu þessu annríki er þetta stöðugt kapphlaup við klukkuna en er það ekki bara gott ? Ekki væri maður ánægðari ef maður þyrfti að drepa tímann það yrði svo niðurdrepandi
Ég er búin að standa mig ágætlega í náminu og sit við lestur og verkefnagerð. Reyndar verð ég að játa að ég eyddi lunganum úr laugardeginum í verslunum bæjarins og keypti mér helling af fötum. Þetta var búið að standa til lengi en ég var alltaf að bíða eftir að fara til Reykjavíkur í allt úrvalið þar og svo var ég að bíða eftir að það yrði aðeins minna af mér. En á laugardaginn tók ég sem sagt af skarið með þetta og dreif mig í þetta. Það er engin Reykjavíkur ferð á döfinni og ég alltaf jafn pattaraleg svo ég renndi bara í þetta. Það er þannig með mig að ég á erfitt með að byrja en ef að .ein eða tvær flíkur komast í poka þá kemst ég sko í stuð og eftirleikurinn getur orðið ansi spennandi og þannig fór þetta á laugardaginn , það var bara eins og ég hefði farið í verslunarferð til útlanda. Nú er staðan í fatamálum þannig að ég þarf að vakna hálftíma fyrr á morgnanna því nú hef ég úr svo mörgu að velja og sá á kvölina sem á völina. Það er sem sé alltaf eitthvað Nú er klukkan að verða tíu og ég þarf að skutla Stínu á milli húsa. Það er svo hráslagalegt veðrið snjór niður í miðjar hlíðar og skítkalt að ég get ekki annað en látið þetta eftir henni
Kærar kveðjur til allra
Athugasemdir
Það er aldeilis þú ert bara öll ný, ný gleraugu og fullt af nýjum fötum, það er svo gaman þegar maður finnur eitthvað sem maður er ánægður með og passar líka til hamingju með þetta allt, kvðja Auður
Margrét Auður Óskarsdóttir, 15.10.2007 kl. 17:13
Það getur verið svo gaman að " gellast" fékkstu að smakka eplaköku eða borðaði fósturdóttir mín hana alla sjálf?
Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 15.10.2007 kl. 20:40
hæ flottust, nú verður mín að taka heimildarmynd og senda mér tískuþátt. Stína heppin að eiga sömu mömmu og ég..
Þórunn Óttarsdóttir, 16.10.2007 kl. 08:53
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.