Nú er það hvítt maður

Þá er það byrjað veturinn kominn með hálkuvesen og gluggaskaf. Vetrardekkin mín virðast vera týnd svo ég má gera svo að fara fótgangandi þangað sem ég ætla.  Hólmfríður er sú eina hér á bæ, fyrir utan húsbóndann auðvitað, sem er almennilega útbúin til vetraraksturs svo hún er sú vinsælasta á heimilinu í dag. Nú er hún blessunun að keyra Sunnu bestu í VMA og Stínu í vinnuna því næst ætlar hún að draga björg í bú og kaupa mjólk og aðrar lífsnauðsynjar.  Við erum svo sannarlega heppin að hafa Hólmfríði.

Ég sá póst frá Svanhildi þar sem hún sagði að við þyrftum ekki að taka próf í skólanum.  Mér létti alveg ógurlega því ég er hrædd um að ég hefði alveg verið glötuð fyrir framan aðra tölvu en heimilistölvuna.  Hún er  á íslensku og þó það rugli mig þá held ég að það hefði ruglað mig enn frekar að skipta um.  Því segi ég þakka þér kærlega fyrir Svanhildur það er þungu fargi af mér létt. Hann er skrítinn þessi tölvuskrekkur ég segi við sjálfa mig iss þetta er bara eins og hver önnur hrærivél ekkert mál að eiga við hana og það er ekki það þetta hefst allt , tekur bara ógnarlangan tíma.  Og þó ég segi sjálf frá þá hefur mér farið mikið fram þó margt sé eftir.

Þarna kemur bjargvætturinn Hólmfríður heim úr hálkunni og þá er best að snúa henni við og skutlast í Nettó

Hvítar kveðjur að norðan


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Móðir, kona, sporðdreki:)

Til lukku með allan fatnaðinn:) Fannst ég sjá þig á sveimi á laugardaginn niður í bæ, sást nú varla í þig reyndar fyrir pokum hahaha nett grín:) Þú ert snilldar bloggari kona alltaf jafn gaman að setjast niður og lesa skrifin þín....kv Erna H

Móðir, kona, sporðdreki:), 16.10.2007 kl. 13:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband