Kvöldpistill

Þá er þessi dagur farinn að styttast í annan endann og klukkan að verða hálf tíu.  Þetta var alveg ágætis dagur, svolítið strembinn í vinnunni en maður er nú öllu vanur .  Ég var allavega ekki þreyttari en svo að ég skutlaðist í leikfimi til að hreyfa mig aðeins.  Þetta var ný tegund af leikfimi sem ég hef aldrei gert áður og heitir Body Vive.  Kennarinn sem heitir Aðalbjörg er aldeilis frábær alltaf svo kát og skemmtileg.  Hún tók sig mjög vel út á kennarapallinum en einhvern veginn  fannst mér ég vera eins og fíll í postulínsbúð.  Þetta eru ansi skemmtileg dansspor og svo sveiflar maður sér með bolta og þarf að sjálfsögðu að gæta þess að keyra ekki næstu konu niður. Síðan tóku við teygjuæfingar og svo  enduðum við að lokum á dýnunni þar sem teknar voru nokkrar góðar magaæfingar.   Setning eða lína úr leikriti , sem ég sá fyrir mörgum árum flýgur stundum í gegnun hausinn á mér þegar ég er búin að þenja mig alveg í drep þarna á Bjargi  hljóðar einhvern veginn svona " og svo loks um lágnættið lemstruð heim var studd"  Það er samt ekki þannig að ég hafi ekki verið sjálfbjarga heim en oft svolítið þreytt en það er þægileg þreyta í bland við smá stolt yfir að hafa drifið mig þegar sófinn og kaffibollinn freista.

Nú eru farnar að birtast auglýsingar um jólahlaðborð og ekki seinna vænna en að hringja strax í fyrramáli og tryggja sér borð.  Við hjónin eigum gjafabréf á villibráðarhlaðborð í Seli í Mývatnssveit en sökum anna sjáun við okkur ekki fært að nýta okkur það  Því fannst okkur þjóðráð að breyta þessu í jólaferð og slökunarferð að afloknum prófum. því þarf að reyna að ná samningun við þá þarna fyrir austan um að hliðra til með tímasetninguna.

Nú gæti ég trúað að kominn sé tími til að halla sér og sendi mínar bestu kveðjur til allra vina og vandamanna 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir

Þú gerir þó meira en ég, ég er enn ekki komin lengra en að hugsa daglega um að nú þurfi ég að hreyfa mig

Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 18.10.2007 kl. 16:03

2 Smámynd: Margrét Auður Óskarsdóttir

Frábært hjá þér, það væri nú gaman og gott ef þú gætir breytt þessu í jólaborð eftir prófin það veitir ekki af að slaka aðeins á eftir prófin! Góða helgi, kveðja Auður

Margrét Auður Óskarsdóttir, 18.10.2007 kl. 18:35

3 Smámynd: Þórunn Óttarsdóttir

jólin eru líka örugglega besti tíminn í mývatnssveitinni þú manst þetta með veiðimanninn.... vonandi gengur þetta bara upp með dagaskiptin

     venlig hilsen til dig min mor 

    p.s. er farin að æfa mig fyrir st.king

Þórunn Óttarsdóttir, 18.10.2007 kl. 22:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband