Dagurinn eftir

Jæja þá er þetta ballið búið og var bara ljómandi gott.  Það var eins og ég svo sem vissi að ýmsir höfðu breytst ansi mikið.  Samt áttaði ég mig stundum þegar ég var búin að horfa vel og lengi að gamla andlitið kom í ljós.  Svo voru auðvitað  sumir bara alveg eins og þeir hafa bara alltaf verið.Ég hitti konu sem heitir Þóra og hafði verið ágætis vinkona mín þegar við vorum ungar en ég hafði ekki séð hana í ein 45 ár.  Hún sagði mér þær fréttir að dætur okkar væru vinkonur þær hefðu verið skólasystur í Damörku og náð svo vel saman svona er þetta lítill heimur.

Ég er búin að biðja nokkrar konur að vera bloggvinir mínir og hafa þær bara tekið því vel.  Nú þarf ég að ráðast á þær skólasystur sem ég á eftir að reyna við og heyra í þeim hljóðið.

Við hjónin höfum legið yfir náminu í allan dag .  Maðurinn minn er húsasmiður og er í meistaranámi. Ég er ósköp fegin að vera ekki í því þegar ég sé hvað hann á að leysa í stærð fræðinni þá er nú betra að vera í framhaldsnámi sjúkraliða þó að tölvuverkefnin geti tekið í taugina.

Ég er að hugsa um að fara snemma í bólið í kvöld því það er vinnudagur framundan og ekki var farið tímanlega undir sængina í nótt  ég sendi bestu kveðjur til allra


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband