26.9.2007 | 09:24
Ekki hún heldur ég
Það kom á daginn að tölvan reyndist í góðu lagi en einhver tengi í mér voru lítillega ryðguð (takið eftir bara lítillega ). Þau komust í nothæft ástand og ég gat komið verkefnunum frá mér. Þá er bara að snúa sér að næsta máli á dagskrá sem er vefsíðugerð eða Exel ég er ekki viss um hvort er á undan en ég er búin að prenta hvoru tveggja út og heyri svo væntanlega frá Svanhildi um fyrirkomulagið á þessu.
Af heimilishaldinu er allt gott að frétta allt þokkalega hreint enn þá og allir komnir út að sinna sínum daglegu verkefnum vinnu eða skóla. Því held ég að ráðlegt væri fyrir mig að nota rólegheitin og líta í bók og þá frekar skólabók en sögubók
Ég sendi bestu kveðjur til allra vina og vandamanna
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.