Þá er komið kvöld

Þá er þessi dagur að kveldi kominn og vinnuvikan á enda.  Það er ágætt að hugsa til þess að þurfa ekki að mæta á vinnustaðinn fyrr  en á kvöldvakt á mánudag þó að maður eigi auðvitað að vera fegin að hafa vinnu og ekki síður að vera fær um að vinna það eru nefnilega ekki allir svo heppnir. Þetta var fínasta vika og alltaf nóg um að vera bæði heima og í vinnunni. Námið tekur svolítið í taugina og það er ekki allt auðskilið sem ég er að lesa en þetta er skemmtilegt og endalaust eitthvað nýtt sem ég er að lesa og gera. Allt þetta nám útheimtir að sjálfsögðu ny gleraugu og nú eru glerin sem ég pantaði komin frá útlöndum og ég fór til Kalla gleraugnasala í dag til að skoða úrvalið.  Það var auðvitað alltof mikið og Kalli sá sér þann kost vænstan , til að losna við mig út úr búðinni fyrir kvöldmat að senda mig heim með 12 umgerðir í 2 kössum til að spegla mig með yfir helgina. Ég hélt að ég þyrfti að gera grein fyrir vali mínu í fyrramáli en honum leist ekkert á að ég yrði búin að ákveða mig þá og sagði "komdu bara á mánudaginn". þetta er nú allt saman ágætt og ég verð komin með nýtt útlit á þriðjudaginn og þar að auki farin að sjá handa minna skil.  Það er auðvitað nauðsynlegt að sjá  svo maður uppskeri árangur efiðis síns.

Nú held ég að sé mál að linni þessu bulli og ég sendi bestu kveðjur til ættingja og vina fjær og nær


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Ruth Antonsdóttir

Hæ hæ..... flott síðan þín... æ já það er gott að eiga helgarfrí.... þá hefur maður líka tíma til að lesa....gangi þér vel að lesa og til hamingju með nýju gleraugun kv Anna Ruth

Anna Ruth Antonsdóttir, 28.9.2007 kl. 22:45

2 Smámynd: Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir

En þú mögnuð að vera með heimili, í vinnu ooooog námi.

Við Íslenskar konur eigum enga okkar líka, ég meina það.

Þær konur sem eru í skóla með mér eru allar barnlausar nema ég og önnur til, og spáðu í því að nemar í Finnlandi fá laun frá ríkinu!

Gangi þér vel, bið að heilsa fósturdóttir minni.

Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 29.9.2007 kl. 00:49

3 identicon

Hæ ertu ekki mamma Húbbubarnsins míns? 

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 29.9.2007 kl. 16:45

4 Smámynd: Ragnheiður Sigfúsdóttir

Sæl og blessuð Birna Dís   Já ég er mamman.  Þakka þér kærlega fyrir að hafa hana í sumar.  Ef til vill hitti ég ykkur hjónin ef þið eigið leið norður bið að heilsa manninum þínum  kærar kveðjur  Ragnheiður

Ragnheiður Sigfúsdóttir, 29.9.2007 kl. 19:57

5 Smámynd: Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir

Hehe, finnst þér ekki fyndið Ragnheiður að við skulum allar eiga Hólmfríði, sem í okkar fjölskyldu er kölluð Húbbubarnið okkar, æi hún er svo yndisleg, og Sunna mín er heppinn að eiga hana fyrir vin.

Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 29.9.2007 kl. 20:14

6 Smámynd: Ragnheiður Sigfúsdóttir

ég held að maður eigi aldrei nógu marga góða að en Hólkan er heppin með svona margar mömmur og svona frábæra vinkonu eins og Sunna er

Ragnheiður Sigfúsdóttir, 30.9.2007 kl. 11:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband