1.10.2007 | 10:54
Húsavíkurferð
v
Við hjónin skruppun til Húsavíkur í gær. Það var sameiginlegur stjórnaskiptafundur Óðinssvæðis og mökunum var boðið með í kvöldverðinn. Meðan Kiwanisfólkið sat fund var farið með makana í skoðunarferð um Húsavík það eru heilu hverfin í byggingu og virðist vera heilmikil uppsveifla í gangi ,enda von á álveri á næstunni.Það var farið með okkur að skoða reðursafnið sem mér fannst nú ekki tilkomumikið . Ég var öllu hrifnari af hvalasafninu sem er alveg frábært. Safnstjórinn fylgdi okkur um safnið og fræddi okkur bæði um sýningargripi og ekki síður um uppbyggingu safnsins sjálfs. Ég mæli með því stelpur ef þið eigið leið til Húsavíkur þá skulið þið líta þarna við. Síðan fengum við þennan fína kvöldverð sjávarréttasúpu, lambalæri og enduðum á kaffi og súkkulaðiköku.Það var svo fallegt að keyra um Þingeyjarsýsluna sem skartaði þessum fínu haustlitum og alltaf er jafn gaman að horfa yfir Akureyri þegar maður kemur niður Vaðlaheiðina hvort sem er í björtu eða í myrkri og horfa á ljósin speglast í Pollinum. Við vorum svo komin heim um kl. hálf tólf svo maður fór ó rúmið á skikkanlegum tíma
Nú tekur við ný vinnuvika og maður vindur sér í það sem gera þarf og brettir bara upp ermarnar
Gangi okkur öllum vel
Athugasemdir
Við hjóni skruppum einu sinni á reðursafnið og það dugar. Hinsvegar er Jólahúsið ávallt heimsótt einu sinni á ári og eitthvað fallegt keypt. Við höfum gert þetta í 15 ár og eigum orðið hið fallegasta safn af vönduðu jólaskrauti. Kveðja til ykkar og fósturbarnsins
Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 1.10.2007 kl. 17:35
Það er alltaf fallegt í Þingeyjarsýslunni, sérstaklega á haustinþ
Úlla
Úlfhildur Gunnarsóttir (IP-tala skráð) 1.10.2007 kl. 17:57
Kíkti á síðuna hjá þér, ég er sammála að hvalasafnið á Húsavík er alveg þess virði að skoða. Núna áðan var ég að horfa á fannhvítar RJÚPUR að rölta á lóðinni hjá mér.
kveðja, Kolbrún Pé.
Kolbrún Pétursdóttir, 2.10.2007 kl. 11:13
Alltaf gott og gaman að koma á Húsavík en alltaf gott að komast á eyrina aftur, merkilegt því ég bjó nú á Húsavík í um 16 ár en flutti hingað á eyrina fyrir 4 árum. Held að ég sé bara komin með nóg af Hú fyrir lífstíð:) En sammála því að það er fallegt þar og enn fallegra í Kelduhverfi þar sem ég er uppalin, en nóg af ættarsögunni:) Flott síða og já sammála tíminn flýgur og bráðum er önnin búin:::) Húrra fyrir því Kv Erna
Móðir, kona, sporðdreki:), 2.10.2007 kl. 22:28
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.