lestur og meiri lestur

Þá er fyrst lollpróf þessarar annar komið inn og skelfingin grípur um sig . Ég er búin að lesa í allan dag og veit ekki lengur neitt í minn haus.  Þetta var áreiðanlega eitthvað um hjartað eða hvað . Ég ahvað að fara bara í kæruleysis gírinn og bregða á leik í eldhúsinu

Jóhanna kom með uppskrift heim úr skólanum um daginn sem ég er að hugsa um að leyfa ykkur að njóta með mér.  nú hef ég ekki grun um hvort ég brýt einhver höfundarlög  en á blaðinu úr skólanum stendur að uppskriftin sé tekin af netinu og höfundurinn heiti AnnaBella.  Ef AnnaBella hefur eitthvað upp á mig að klaga hefur hún bara samband við mig og ég læt hana hafa eina af mínum uppskriftum í staðinn

 Pepperoni Ýsa

800 gr. ýsa
100 gr. sveppir
100 gr.laukur
100 gr. pepperoni
1/4 l. rjómi
3 tesk. tómatpuré

Ostur í sneiðum
Hveiti
Aromat. salt, pipar,hvítlauksduft, olía til steikingar

Veltið fiskinum upp ú hveiti og kryddi og steikið á pönnu
og setjið í eldfast mót
Steikið lauk sveppi og pepperoni á pönnu og bætið tómatpuré
og rjóma út í.  Hellið yfir fiskinn setjið ost yfir og bakið í ofni i 15 mín eða þangað
til að osturinn er bráðinn

Hrísgrjón og brauð er borðað með

Þetta líkaði okkur hér í Ásveginum ágætlega og það er alveg óhætt fyrir ykkur að prufa líka.

Ég er ekki frá því að ég hafi slakað aðeins á við þetta matarstúss en hvort það sé nóg til þess að óhætt sé að líta á lollprófið er ég ekki viss um en það kemur í ljós.

Ég sendi öllum matarkveðjur heyrumst


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir

Ég stóð mig að því að slefa við lesturinn, það er nefnilega ekkert bragð af finnskum mat, og ég þrái eitthvað gott að borða.

Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 4.10.2007 kl. 22:31

2 Smámynd: Móðir, kona, sporðdreki:)

Girnilegt bara, skrifaði þetta niður og ætla að prófa hana við tækifæri:) Erna

Móðir, kona, sporðdreki:), 4.10.2007 kl. 23:00

3 Smámynd: Þórunn Óttarsdóttir

namminamminamm verður þetta í matinn næst þegar ég kem heim mamma mín???

Þórunn Óttarsdóttir, 4.10.2007 kl. 23:14

4 identicon

Namm..namm.... þetta ætla ég að prófa....er einmitt að fara að prufa danska-kúrinn... sýnist þetta passa vel í hann....kv Anna Ruth

Anna Ruth Antonsdóttir (IP-tala skráð) 5.10.2007 kl. 17:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband