laugardagskvöld

Er þá ekki komið enn eitt laugardagskvöldið ég segi enn og aftur hvað tíminn æðir áfram.  Ég var á morgunvakt í morgun og það var bara fínt allt gekk sinn vanagang.  Þegar heim kom beið mín að klára verkefni í sálfræði og það er frá og þá er næst að skila verkefni í heilbrigðisfræðinni.  Það er svo frábært að það er alltaf eitthvað sem bíður maður þarf ekki að óttast að verða verkefnalaus í bráð.Það er fámennt í húsinu dæturnar og tengdasonurinn eru öll á bak og burt og eftir sitjum við hjónin ein ásamt mömmu .  Við hjónin sitjum hvort með sitt heimanám og sú elsta einbeitir sér að sjónvarpinu.  Þeir spaugstofumenn fara að fara í loftið en ég er svo móðguð við þá að hafa ekki staðið með Randver þegar hann fékk reisupassann að ég hef ekki haft geð í mér að horfa á þá í vetur. Sniðug ég eins og þeim sé ekki sama. En tíminn er þá bara notaður í annað þarfara.

Eitt er mjög gott við þennan bloggmiðil maður heyrir frá fólki sem maður hefur ekki haft manndóm í sér til að hafa samband við lengi, gaman að heyra í þér Steini og gaman að fá kveðjuna frá Laugarvatni. Vonandi fæ ég að heyra meira frá ykkur.

Það er að koma vetur hér fyrir norðan.  Í morgun þegar ég fór í vinnuna rétt fyrir átta var þriggja stiga hiti en þegar ég kom heim klukkan fjögur var hitastigið komið niður í eitt. Það fer að líða að negldum vetrarhjólbörðum og föðurlandi ef manni á að farnast vel. Það er ágætt að fá svolítinn snjó þá er gott að kúra inni og kveikja á kertum og grípa i prjóna ja maður segir si svona alltaf að vera jákvæður það er hollara þó það veki enga sérstaka hamingju þegar þarf að fara að skafa af bílrúðunum eldsnemma svo maður komist í vinnuna.

Jæja gott fólk þá er næsta verk á dagskrá að líta á vefslóð Lýðheilsustöðvar og kanna hvort ég finn ekki eitthvað bitastætt fyrir verkefni heilbrigðisfræðinnar

Kærar kveðjur til ykkar allra

  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Móðir, kona, sporðdreki:)

Hæhæ

Mér þykir þú dugleg að vera búin með prófið. Ætla að reyna að klára það af í síðasta lagi á miðvikudag. Enn ekki búin með sálið og ekki heldur heilbr. óttalegur slugsi....en svona er þetta tek í rassinn ámér á morgun, maður er yfirleitt enga stund ef maður bara byrjar. Gangi þér áfram vel í bloggheimum sem og annarsstaðar.. kv Erna samnemandi 

Móðir, kona, sporðdreki:), 6.10.2007 kl. 21:41

2 Smámynd: Aðalheiður Kristín Rúnarsdóttir

Hæ hæ Tengdó vá hvað þú ert orðin virk í blogginu rosalega flott hjá þér, en er farin að kíkka alltaf reglulega á þig en bið að heilsa öllum þarna heima í ásveginum það skila allir kveðjur.. hafið það gott annars bara kvitt kvitt..

en ég er reyndar líka komin með blogg siðu hérna  á moggablogginu er reyndar búin að eiga hana lengi en hef ekki verið svona dugleg en ætla að fara að bæta það núna...

getur allavega kíkka sma fréttir af okkur kveðja frá Horsens.. Adda tengdó, Snorri sonur og barnabörnin 3

Aðalheiður Kristín Rúnarsdóttir, 6.10.2007 kl. 22:31

3 Smámynd: Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir

Djö er orðið kalt hjá ykkur, menn voru að slá lóðirnar sínar um helgina hér í finnlandi, en sennilega verður breyting á því fljótlega, þá get ég væntanlega sagt sögur af ægilegum kuldum

Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 7.10.2007 kl. 20:59

4 identicon

Hæ hæ

Takk fyrir síðast, pabbi sagði mér að þið mæðgur væruð í bloggheimum - það verður gaman að fylgjast með ykkur. Allt gott að frétta af okkur.

Kveðja,

Linda María

Linda María Þorsteinsdóttir (IP-tala skráð) 8.10.2007 kl. 11:31

5 identicon

já heyrðu hvað var Randver hjá Spaugstofunni?

heyrumst

dúllý (IP-tala skráð) 15.10.2007 kl. 20:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband