Haustverk

Þá eru haustverkin frá.  Ég er búin að koma þessum tveimur lambaskrokkum í frystikistuna, snyrtilega raðað og jafnt skipt í poka.  það er af sem áður var þegar tekin voru 25 slátur, búin til kæfa og soðin rabbarbarasulta í stórum stíl. Þá var líka borðað slátur þrisvar í viku, einu sinni soðið, einu sinni steikt og svo slátur með grjónagrautnum á laugardögum.  Mér tókst líka að gera stóru börnin algerlega afhuga sláturneyslu fyrir lífstíð. Nú er öldin önnur í matarmálunum slátrið strikað út og pizzan komin inn.  Það er örugglega ágætt miklu fljótlegra og miklu hollara .  Maður hafði bara ekki hugmynd um hvað þetta slátur sem maður hélt svona ákveðið að blessuðum börnunum var óhollt. Þetta eilífa sultuát var áreiðanlega ekki heldur til fyrirmyndar sykur og rabbi til helminga  .  Nú er hrásalat með öllum mat og öllum líður betur nema einstaka karli sem heldur sig enn á sultustiginu og segir í hverjum matartíma "hvar er sultan"af því maður man aldrei eftir henni í dag.

Í framhaldi af þessu matartali og vegna eindreginna óska ætla ég að gefa ykkur uppskrift af kjúklingarétti , sem hefur verið vinsæll á mínu heimili um árabil.

Einn soðinn kjúlli tekinn í sundur og settur í eldfast mót.  þá hrærið þið saman 3/4 af lítilli majonesdollu +einni dós af Campellssúpu (þið ráðið bragðinu)+1 tesk.karry +  1/2 tesk.hvítlaukssalti og hellið yfir  .Þá er settur ostur og bakað í ofni í 20 mín.  Svo eru höfð með þessu soðin hrísgrjón og snittubrauð  Vona ég að þetta bragðist vel

Þá er nú kominn tími á að líta á súpukjötið sem á að gæða sér á hér í kvöld  það er sem sé frumsýning á lambakjöti haustsins.

Bið ég ykkur öll vel að lifa


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Aðalheiður Kristín Rúnarsdóttir

Hæ hæ tengdó bara aðeins að kíkka á þig, já þessi réttur hefur vakið mikla lukku á okkar heimili enda Snorri sem eldaði hann fyrst og kendi mér hann, bara góður erum reyndar oft með hann, en annars hafið það gott bara að kíkka og kvitta..kveðja frá okkur öllum í horsens.. Adda og co

Aðalheiður Kristín Rúnarsdóttir, 19.10.2007 kl. 19:11

2 identicon

Sæl. Uppskriftin lofar góðu. Fékkstu að smakka eplakökuna sem ég sendi barninu"okkar"?

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 19.10.2007 kl. 19:46

3 Smámynd: Þórunn Óttarsdóttir

jibbí meine mütter þá get ég farið að elda hann þennan.

Þórunn Óttarsdóttir, 19.10.2007 kl. 20:09

4 Smámynd: Ragnheiður Sigfúsdóttir

Sæl og blessuð Birna  Já ég fékk að smakka og hún var fín.  Kjúllinn er fínn af því þetta er svo einfalt og það einfalda er alltaf best

bestu kveðjur Gagga

Ragnheiður Sigfúsdóttir, 19.10.2007 kl. 22:33

5 Smámynd: Aðalheiður Kristín Rúnarsdóttir

Hæ hæ jæja ég er líka með blogg a ekkert að kíkka og kommenta.????

kveðja adda

Aðalheiður Kristín Rúnarsdóttir, 20.10.2007 kl. 11:04

6 Smámynd: Aðalheiður Kristín Rúnarsdóttir

Hæ hæ Gagga mín, takk innilega fyrir kvittið hjá mer, já Kristófer er allur að koma til greyjið en litla tók svo bara við í gær og fékk mjög háan hita en er að skána núna...

Annars bara láta aðeins heyra frá okkur..

sendum ástarkveðjur í ásvegin til ykkar allra..

kveðja Horsens gegnið..

Aðalheiður Kristín Rúnarsdóttir, 21.10.2007 kl. 09:09

7 identicon

Líst vel á kjúklingauppskriftina þína... ætla að prófa hana.. namm namm...kv Anna Ruth

Anna Ruth Antonsdóttir (IP-tala skráð) 21.10.2007 kl. 21:51

8 Smámynd: Móðir, kona, sporðdreki:)

Matur er mannsins megin, fékk vatn í munninn bara af því að sjá orðið lambakjöt mmmm en kjúlli skal fá að vaða í eldfast hjá mér við tækifæri, engin spurning , einföld og gæðaleg...Slátur er mjög vinsælt hér á heimilinu þratt fyrir að vera ekkert mjög hollt, lifir enn sveitamaðurinn í okkur hjónum Kv Erna

Móðir, kona, sporðdreki:), 22.10.2007 kl. 10:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband