Þvílíkt basl

Komið þið sæl og blessuð.  Ég held að ég verði ellidauð yfir þessu Exelverkefni.  Ég er búin að sitja við og basla geri tómar vitleysur byrja uppá nýtt og basla áfram.  Þetta byrjaði ekki svo illa mér fannst ég alls ekki svo slæm en eftir símaskrána hefur leiðin legið hægt en örugglega niður á við.  Æfingar 2 og 3 eru farnar þangað sem þær eiga að fara og nú er ég bara farin í FRÍ.

Þvottavélin mín til 23 ára sagði endanlega upp í gær.  Við hjónin fórum svo í dag og festum kaup á Siemens grip því þvottavélarlaus verður maður ekki í marga daga með þessar dætur og allan þennan bolaþvott.  Valið stóð á milli Siemens og AEG sagði húsbóndinn en mér fannst nú ekki erfitt að gera upp á milli þeirra því takkaborðið var eins og í herþotu á AEG vélinni og ég hefði aldrei haft af að klóra mig út úr einföldustu verkefnum nei nú er ég að segja ósatt ég er ekki svona ferleg. En sú nýja er komin í hús og farin að þvo boli í gríð og erg og sú gamla er flutt á elliheimili gamalla raftækja Hún var svo sannarlega búin að standa sig vel í gegnum árin blessunin en var farin að taka of mikið af viðgerðartíma húsbóndans svo þetta var best svona.

það eru fleiri fluttir en gamla þvottavélin Því Kristín er farin að búa með honum Fjölni sínum og orðin húsmóðir í Snægilinu. Nú bíðum við spennt eftir að verða boðuð í mat til þeirra eða að minnsta kosti í kaffi.  Þetta er mjög góð íbúð svo það væsir ekki um þau.

Jæja nú er ekki til setunnar boðið sú nýja hefur lokið frumraun sinni hér í Ásveginum og nú þarf ég að taka verkið út og setja henni fyrir nýtt bolaverk.

Bestu kveðjur til allra Joyful


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristjana  Jónsdóttir

Já það er altaf slæmt þegar þvottavélar bila, ég var einmitt að endurnýja mína í haust hún var samt bara 14 ára og mér þótti það bara fín ending, kveðja Sjana.

Kristjana Jónsdóttir, 15.11.2007 kl. 20:35

2 Smámynd: Þórunn Óttarsdóttir

til lukku með þá nýju

Þórunn Óttarsdóttir, 15.11.2007 kl. 21:45

3 Smámynd: Kolbrún Pétursdóttir

Satt segir þú, þvottavélalaus verður maður ekki nema nokkra daga, því það safnast svo ótrúlega mikill þvottur upp hjá manni, þegar þvottavélin bilar. Varðandi Excel verkefnin, mér fannst þau vera nokkuð mikið puð , þó hafði ég aðstoðarmanneskju mér til halds og traust meðan ég gerði þau, en það fjórða var ekki eins erfitt og ég hélt (segir sú sem þurfti aðstoð  he,he). kv,Kolbrún Pé.

Kolbrún Pétursdóttir, 17.11.2007 kl. 14:20

4 Smámynd: Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir

Þú segir aldeilis tíðindi kona.. Kristín komin í sambúð og þá eru bara 2 eftir heima, eða hvað? Svo er þetta nú ekkert smáræðis ending á þvottavél, ég hef verið gift í 20 ár og átt einar 5 þvottavélar enda raftæki svo til orðin einnota í dag þ.e.a.s. ef þau bila þá er bara að henda og kaupa nýtt, alltof dýrt að gera við.

Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 18.11.2007 kl. 00:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband